Suðurlandsbraut 30, 4. hæð
Sími: 577 5600
[email protected]
Opið frá 9-15 alla virka daga.
Sumaropnun 9-14 alla virka daga.
Fosshótel Mývatn er glæsilegt þriggja stjörnu hótel í fallegu umhverfi norður af Mývatni. Hótelið býður upp á fjölbreytt úrval herbergja með útsýni yfir vatnið eða þá stórbrotnu náttúru sem umlykur hótelið. Á hótelinu er veitingastaður og bar með einstaklega fallegt útsýni yfir Mývatn og nágrenni. Veitingastaðurinn býður upp á glæsilegan matseðil þar sem lagt er upp úr notkun á íslenskum gæðahráefnum úr héraði.
Gestir hótelsins hafa aðgang að fjórum hleðslustöðvum.
Á Fosshótel Mývatni er gufubað þar sem gestir geta slappað af eftir langan dag.
Fosshótel Mývatn, Grímsstaðir 660, Skútustaðahreppur