Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstaðir

Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir er rómað, fjölskyldurekið hótel sem hvílir á gömlum merg íslenskrar bændamenningar. Hótelið mætir ströngustu nútímakröfum um gæði, glæsileik og aðbúnað, um leið og það varðveitir uppruna sinn sem nær aftur til ársins 1903 og ljær því einstakan blæ. Gestir geta valið um vel búin og rómantísk antík-herbergi í eldri hluta hótelsins eða nútímaleg herbergi yngri byggingar. Verið velkomin að njóta gestristni og góðs aðbúnaðar í fögru umhverfi við Lagarfljót.

Gistihúsið - Lake Hotel Egilsstaðir tekur á móti eftirfarandi Óskaskrínum

Áhugavert

Glæsileg heilsulind, Baðhúsið – Spa, er á jarðhæð hótelsins, með heitri smálaug, sánu, köldum potti og hvíldarsvæði innan og utan dyra. Einkar fallegt útsýni er yfir Lagarfljót frá heilsulindinni. Lögð er áhersla á rólegt, slakandi og endurnærandi umhverfi

Gott að vita

Á hótelinu er veitingastaðurinn Eldhúsið – Restaurant, staðurinn leggur metnað í að nota íslenskt hráefni, oftar en ekki úr næsta nágrenni

Staðsetning

Lake Hotel, Egilsstöðum 1-2, 700 Egilsstöðum

Bókanir

Vinsamlegast bókið með því að senda tölvupóst á [email protected] eða í síma 471-1114