Hótel Blönduós

Hótel Hótel Blönduós er staðsett í gamla bænum á Blönduósi sem kunnugir segja einstakan sökum ósnortinnar götumyndar og hótelið nú óðum að taka á sig gullfallega mynd til samræmis við upphaflegt útlit. Elsti hluti hótelsins, hið svokallaða Sýslumannshús, var byggt árið 1900 en frá árinu 1943 hefur það þjónað ferðalöngum sem hótel og veitingastaður sem einnig opnar nú á ný undir nafninu Sýslumaðurinn.

Hótel Blönduós tekur á móti eftirfarandi Óskaskrínum

Áhugavert

Sýslumaðurinn, veitingastaður hótelsins, opnaði þann 15. maí síðastliðinn. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð á hverjum degi og á kvöldin er hægt að snæða þar kvöldverð. Drykkir eru í boði á barnum okkar. Frá barnum og veitingastaðnum er gríðarlega fallegt sjávarútsýni.

Gott að vita

Hótel Blönduós er sumarhótel sem er opið frá 1.maí – 31.október.

Staðsetning

Hótel Blönduós, Aðalgata 6, 540 Blönduós

Bókanir

Vinsamlegast bókið með því að senda tölvupóst á [email protected], eða í síma 699-1200

Hótel Blönduós er opið frá 1. maí - 31. október