Hótel Framtíð

Velkomin í rómantíska heimsókn í töfrandi náttúru Djúpavogs. Óvíða á landinu er að finna jafn fjölbreytt fuglalíf og hrífandi umhverfi. Ótal ógleymanlegar gönguleiðir fyrir náttúruunnendur – langar sem stuttar, nálægt sjó eða í kringum meitlaðar klettaborgir með grasi og blómskrúða. Hótel Framtíð hefur verið stækkað og endurnýjað og er nú með 50 vel búin en ólík herbergi að velja úr. Veitingastaðirnir eru tveir og hlýlegur bar að auki í kjallara gamla hússins.

Hótel Framtíð tekur á móti eftirfarandi Óskaskrínum

Áhugavert

Frá Hótel Framtíð sér yfir Djúpavog og nágrenni. Hægt er að ganga á Búlandstind sem er stútfullur af seiðandi orku og njóta merktra gönguleiða um Búlandsnes, eitt áhugaverðasta fuglaskoðunarsvæði á landinu.

Gott að vita

Starfsmenn hótelsins hjálpa ykkur við að skipuleggja veiðiferð, siglingu eða fuglaskoðun til að fullkomna góða stemmningu.

Staðsetning

Hótel Framtíð, Vogalandi 4, 765 Djúpivogur

Bókanir

Vinsamlegast bókið með því að senda tölvupóst á [email protected] eða í síma 478-8887

Opið allt árið