Hótel Hálönd

Hótel Hálönd er við rætur Hlíðarfjalls með frábæru útsýni yfir Akureyri og víðsýnt til allra átta. Á hótelinu eru 54 tveggja manna herbergi sem öll eru 26m2.
Hótel Hálönd er sjálfsafgreiðsluhótel og fá gestir aðgangskóða sendan fyrir innritun.

Hótel Hálönd tekur á móti eftirfarandi Óskaskrínum

Áhugavert

Staðsetning hótelsins er upplögð fyrir ferðalanga í leit að ævintýrum á norðurlandi en hér í kring er að finna fjöldan allan af afþreyingu. Hótel Hálönd er í rólegu og öruggu umhverfi, fjarri ljósmengun svo hægt er að njóta þess að horfa á stjörnubjartan himininn eða norðurljósin dansa. Eftir annasaman útivistardag er tilvalið að slaka á og næra líkama og sál í heitu pottunum. Aðeins 5km eru í miðbæ Akureyrar en þar má finna fjöldan allan af veitingastöðum, fjölmörg söfn og fleira sem gaman er að skoða.

Gott að vita

Ath: Morgunmatur ekki í boði. Á neðri hæð hótelsins er skíða- og hjólageymsla þar sem finna má læsta þurrkskápa sem tilheyra hverju herbergi en þar er hægt að geyma og þurrka útifatnað og annan viðbúnað. Í skíða- og hjólageymslunni er aðstaða til að geyma skíðabúnað, hjólabúnað og annan viðbúnað sem gestir eru með í för. Á sama stað má einnig finna þvottaaðstöðu sem gestir hótelsins geta nýtt sér gegn gjaldi.

Staðsetning

Hótel Hálönd, Heimaland 5-7, 603 Akureyri.

Bókanir

Vinsamlegast bókið með því að senda tölvupóst á [email protected] með númeri Óskaskríns.