Kopar

Veitingastaðurinn Kopar stendur við eina af líflegustu götum bæjarins eða við Gömlu höfnina í Reykjavík, sem hefur á undanförnum árum tekið miklum stakkaskiptum og iðar nú af mannlífi og uppákomum. Á Kopar er lögð mikil áhersla á skemmtilega upplifun hvort sem það er í mat, þjónustu, félagsskap eða umhverfi. Sérstaða Kopars felst í spennandi hráefni og fjölbreyttum réttum og má þar nefna sem dæmi að Kopar er fyrsti veitingastaður borgarinnar til þess að bjóða upp á íslenskan grjótkrabba.

Kopar tekur á móti eftirfarandi Óskaskrínum

Áhugavert

Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari Kopars hefur verið meðlimur Íslenska kokkalandsliðsins í 4 ár og sinnir nú ásamt Garðari matreiðslumanni störfum sem þjálfari landsliðsins.

Gott að vita

Staðurinn rúmar 120 gesti eða um 60 gesti á hvorri hæð og bíður hópa sérstaklega velkomna. Ef hópar eru stærri en 12 manns þarf að panta fyrirfram af hópmatseðli.

Staðsetning

Kopar, Geirsgötu 3, 101 Reykjavík við Gömlu höfnina

Bóka borð