Suðurlandsbraut 30, 4. hæð
Sími: 577 5600
[email protected]
Opið frá 9-15 alla virka daga.
Sumaropnun 9-14 alla virka daga.
Lambastaðir er fjölskylduvænn staður þar sem kindur, hestar, hænur, og heimilishundurinn eru í nágrenninu. Í gistihúsinu eru ellefu herbergi, öll með sér baðherbergi, einnig sameiginleg borðstofa. Lögð er áhersla á góða og persónulega þjónustu. Gjaldfrjáls wi/fi internet tenging er í húsinu og heitur pottur og sauna við húsvegginn þar sem njóta má norðurljósa á vetrarkvöldum.
Gistiheimilið er vel staðsett til að heimsækja áhugaverða staði svo sem ströndina við Stokkseyri og Eyrarbakka, þjóðgarðinn á Þingvöllum, Gullfoss, Geysi, Seljalandsfoss, Skógarfoss og Vík í Mýrdal.
Hlökkum til að sjá þig!
Árin 2014, 2017 og 2019 var Gistihúsið Lambastöðum valið eitt af tíu bestu ”bed and breakfast” gistihúsum á Íslandi af TripAdvisor.
Aðeins 5 mínútna akstur er á Selfoss frá Gistihúsinu Lambastöðum. Þar eru góðir veitingastaðir, verslanir, sundlaug og önnur afþreying.
Gistihúsið Lambastöðum er staðsett 7km fyrir austan Selfoss, rétt við þjóðveg nr. 1