Nýjir samstarfsaðilar í Rómantík Óskaskríninu okkar

26. september 2014

Við höfum verið að fá til liðs við okkur fleiri frábæra og spennandi samstarfsaðila sem bjóða upp á dásamlegar upplifanir.

Meðal þeirra eru eftirfarandi aðilar sem nú nýlega bættust í hóp þeirra valmöguleika sem eru í Rómantík Óskaskríninu okkar.  

Stracta Hótel Hella er skemmtilegt nýtt hótel sem opnaði núna í sumar að Rangarflötum 4 á Hellu. Hótelið er allt hið glæsilegasta og bíður upp á falleg herbergi, góðan mat og frábæra heita potta ásamt gufubaði. Sex tegundir gistimöguleika eru í boði sem hægt er að kynna sér hér.

Hótel Örk  í Hveragerði hefur löngum verið talið með glæsilegustu hótelum landsins og varla hægt að komast hjá því að taka eftir því þegar keyrt er hjá, svo falleg er bygging þess og staðsetning.  Hótelið hefur upp á margt að bjóða meðal annars frábæran veitingastað, dásamlega sundlaug með rennibraut fyrir alla fjörkálfa og níu holu golfvöll. Hér er hægt að skoða hvaða gistimöguleikar eru í boði.

Northern Light Inn í Grindavík er eina hótelið sem staðsett er nálægt Bláa Lóninu en það er aðeins í tveggja mínútna fjarlægð frá því. Staðsetning þess er einstök þar sem það kúrir mitt í úfnu hrauninu og náttúrufegurðin er engu lík. Hótelið bíður upp falleg herbergi og dásamlegan veitingastað sem heitir Max‘s Restaurant.  Auk þess er á hótelinu arinstofa þar sem hægt er að slaka á fyrir eða eftir matinn við opinn arineld.

Hótel Glymur er dásamlegt lítið hótel sem staðsett er í Hvalfirðinum. Hótelið er umlukið fallegri náttúru og útsýnið yfir fjörðinn er dásamlegt. Á hótelinu er veitingastaður sem bíður upp á dýrindis kræsingar og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hótelið bíður bæði upp á hefðbundna hótelgistingu í tveggja manna herbergjum en auk þess er hægt að leigja sumarhús sem öll hafa sín sérkenni ásamt sér heitapottum og veröndum.

Fosshótel Vestfirðir er nýtt, fallega innréttað og glæsilegt þriggja stjörnu hótel á Patreksfirði. Þaðan er stutt að skoða náttúruperlur eins og Látrabjarg, Rauðasand og Fossinn Dynjanda. Á hótelinu er veitingastaðurinn Fjall og fjara sem sérhæfir sig í matreiðslu á fersku sjávarfangi úr sveitinni.

Fosshótel Austfirðir er staðsett á Fáskrúðsfirði í dásamlegri náttúruparadís og er allt hið glæsilegasta. Það bíður upp á falleg herbergi og dásamlegan mat á veitingastað sínum, þar sem lagður er metnaður í að bjóða upp á mat eldaðan á franska vísu úr íslensku úrvalshráefni. Húsið stendur við sjóinn og er útsýnið óviðjafnanlegt á fallegum síðkvöldum.

Auk þessara nýju frábæru samstarfsaðila er að finna aðra dásamlega gistimöguleika í Rómantík Óskaskríninu okkar. Má þar nefna nótt á Hótel Búðum sem er líklega með Rómantískustu stöðum á Íslandi eða gistinótt á Gistihúsið á Egilsstöðum sem er ný uppgert dásamlegt hótel og hefur fengið mjög góða dóma hjá þeim sem þar hafa gist.

Síðan er hægt að heimsækja söguslóðir okkar Íslendinga og gista á Hótel Geysi í Haukadal sem býður upp á gistingu í smáhýsum og herbergisálmu sem er í göngufæri við veitingastaði.

Þessi og mun fleiri hótel er að finna inni á heimasíðunni okkar www.oskaskrin.is endilega kíkið og skoðið úrvalið.

 

Til baka