Bjórskóli Ölgerðarinnar er 3,5 klukkustunda skemmtilegt námskeið þar sem fróðleiksþorstanum er svalað á fleiri en einn máta. Nemendur fá að fræðast um sögu bjórsins, hráefnin, bruggferlið og mismunandi bjórstíla. Yfir 8 tegundir eru smakkaðar með tilliti til litar, lyktar og bragðs sem einkenna hvern stíl. Bjórskólakennararnir miðla af þekkingu sinni á lifandi og skemmtilegan hátt og gera kvöldið að ógleymanlegri upplifun.
Vefmiðlar