Dekur í Laugarspa

  • Dekur í Laugarspa

Laugar er fimm stjörnu heilsulind að evrópskri fyrirmynd þar sem slökunar- og lækningamáttur vatnsins er í hávegum hafður. Sem handhafi Óskaskríns bjóðum við þér dásamlegt baknudd og himneskt andlitsbað ásamt paraffínmaska á hendur. Þú getur svo einnig notið þín í baðstofunni okkar. Þar bíða þín misheitar blautgufur og þurrgufur með ólíkum ilmtegundum, nuddpottur með jarðsjó, heit og köld sjóböð og sérstakar fótalaugar - auk sex metra breiðs foss sem ómissandi er að baða sig undir! Hvíldarherbergi baðstofunnar er síðan draumi líkast.
Til baka

Opna - Velja - Njóta

Gildir fyrir

Dásamlegt baknudd og himneskt andlitsbað ásamt paraffínmaska á hendur.

Töffari - 15.900 kr.

Upplifunin er hluti af Töffari Óskaskríninu

Áhugavert

Mörgum finnst það gulltryggja dásamlega líðan og fullkomna slökun að byrja á að heimsækja heilsuræktina hjá okkur áður en munaðurinn byrjar í baðstofunni og dekrinu.

Gott að vita

Laugar Spa er fyrsta flokks snyrti- og nuddstofa þar sem færustu fagmenn sjá til þess að veita gestum góða þjónustu og slökun frá amstri dagsins. Ekki má heldur gleyma að minna á veitingaaðstöðuna í baðstofunni.

Hvar

Laugar Spa er staðsett í World Class, Laugum.

Hvenær

Opið allt árið. Kynntu þér opnunartíma nánar á www.laugarspa.is.

Bókun

S. 553 0000

laugarspa@laugarspa.is www.laugarspa.is

www.laugarspa.is