Gistihúsið Egilsstöðum

  • Gistihúsið Egilsstöðum

 Gistihúsið Egilsstöðum er staðsett á bökkum Lagarfljóts aðeins 300 m frá þéttbýlinu Egilsstöðum. Gistihúsið hefur allt verið gert upp á einkar metnaðarfullan hátt og leitast við að endurskapa þann ytri og innri glæsileika sem þar var rómað fyrir allt frá fyrstu árum síðustu aldar. Frá Gistihúsinu er unaðslegt útsýni yfir Fljótið og til fjalla auk þess sem aldnir viðir mynda einstakan skógargarð. Rómantík og gamlar hefðir eru hafðar í öndvegi og gestir njóta fyrsta flokks þjónustu í einstakri umgörð íslenskrar náttúru.
Til baka

Opna - Velja - Njóta

Gildir fyrir

Tvær gistinætur ásamt morgunverði fyrir tvo

Góða Helgi - 34.900 kr.

Upplifunin er hluti af Góða Helgi Óskaskríninu

Áhugavert

Á stórbýlinu Egilsstöðum, sem stendur á fjölförnustu vegamótum á Austurlandi, hefur löngum verið mikill gestagangur og segja má að engin tilviljun hafi ráði því að komið var upp gistihúsi á þessum stað.

Gott að vita

Matseðillinn hefur að geyma fjölda hráefni frá bændum úr Héraði.

Hvar

Við fjölförnustu vegamót á Austurlandi, á Egilsstöðum.

Hvenær

Opið allt árið en gjafakort þetta gildir ekki frá 01.06 - 30.09. Munið að panta með fyrirvara. Tilgreinið Óskaskrínskort við bókun.

Bókanir

Gistihúsið Egilstöðum

Egilstöðum 1-2, 700 Egilstöðum

hotel@gistihusid.is

lakehotel.is