Litli Geysir

  • Litli  Geysir

 Þekktasta kennileiti Íslands, gamli Geysir, gefur hótelinu nafn og stendur við dyr þess. Haukadalur er auk þess einn mikilvægasti sögustaður landsins og endalaus uppspretta frásagna og upplifana. Á hótelinu eru 22 herbergi í einni álmu í göngufæri við veitingastað hótelsins. Við hótelið er litli hverapotturinn okkar og sauna fyrir hótelgesti þar sem gott er að slaka á eftir gönguferð um svæðið. Það er nauðsynlegt að gefa sér tíma til afslöppunar og til þess að hlaða líkama og sál með orku frá náttúrunni í fallegu umhverfi.
Til baka

Opna - Velja - Njóta

Gildir fyrir:

Gisting í 2ja manna herbergi, 2ja rétta ròmantískur kvöldverður & morgunverðarhlaðborð.

Rómantík - 34.900 kr.

Upplifunin er hluti af Rómantík Óskaskríninu

Áhugavert

Sem rómantískir Óskaskrínsgestir getið þið farið í göngutúr um Haukadalsskóg, þar sem umhverfið er fegurra en orð fá lýst.

Gott að vita

Staðsetning hótelsins býður upp á ótal upplifanir í náttúru og notalegheitum. Gullfoss, gönguleiðir, sögustaðir, bændamarkaður og náttúruböð - allt innan seilingar.

Hvar

Litli Geysir er 107 km frá Reykjavík.

Hvenær

Opið allt árið.

Bókanir

Sími 480 6800 geysir@geysircenter.is

hotelgeysir.is