Hótel Leirubakki er nýtt hótel, sem byggir á áralangri hefð ferðaþjónustu á Leirubakka, en tugþúsundir manna koma á staðinn árlega. Við leggjum áherslu á góða og persónulega þjónustu og kappkostum að mæta kröfum hvers og eins. Gist er í rúmgóðum 2ja manna herbergjum með baði. Mjög falleg og hlýleg setustofa er í hótelinu og heitir pottar við húsvegginn, auk þess sem saunabað og stærri laug, Víkingalaugin, standa gestumtil boða. Veitingahúsið í sal Heklusetursins er í hæsta gæðaflokki og þar fer saman glæsilegur salur og frábært útsýni þar sem Hekla og Búrfell blasir við augum.Heklusýningin, margmiðlunarsýni
um eldfjallið fræga er einnig í Heklusetrinu.
Vefmiðlar