Chat with us, powered by LiveChat

Jólagjöf til starfsfólksins

22.10.2020

Það oft ansi erfitt að velja fullkomna jólagjöf fyrir starfsfólkið. Aldursbilið er iðulega breitt og smekkur fólks og áhugasvið er eins og allir vita, ákaflega mismunandi.

Það oft ansi erfitt að velja fullkomna jólagjöf fyrir starfsfólkið. Aldursbilið er iðulega breitt og smekkur fólks og áhugasvið er eins og allir vita, ákaflega mismunandi. Á meðan einn gæti hugsað sér matarkörfu, gæti annar hugsað sér skrautmun eða flík, fyrir nú utan að svo eru líka þeir sem virðast eiga bókstaflega allt. En þetta er nú einmitt ástæðan fyrir því að Óskaskrín hefur slegið í gegn hér á landi.

Upplifun til að njóta
Óskaskrín færir viðtakandanum upplifun sem hann velur sjálfur. Upplifun sem þarf ekki að „koma fyrir“ á heimilinu heldur er aðeins og eingöngu til að upplifa og njóta, og vonandi skilja eftir góða minningu.
Úrvalið af Óskaskríns-gjöfum er glæsilegt, allt frá dekurstund eða gourmet-upplifun á góðu veitingahúsi upp í rómantíska hóteldvöl og eiginlega allt þar á milli. Námskeið af öllu tagi, hressandi útivist eða ferð á farartæki sem viðkomandi hefur kannski aldrei prófað.
Allt þetta er að finna í Óskaskríni en við höfum líka gert mikið af því að setja saman sérsniðna pakka að beiðni og óskum fyrirtækja, t.d. fyrir stórafmæli starfsmanns eða glaðning fyrir viðskiptavin eða velunnara.

Óskaskríni er pakkað eftir óskum
Óskaskrín kemur í öskju sem hægt er að sérmerkja með merki og jólakveðju frá fyrirtækinu sem hægt er að hanna að vild. Þegar askjan er opnuð kemur í ljós kort með númeri og bæklingur sem skýrir hvað er í boði fyrir viðkomandi. Hvenær sem er er svo hægt að slá inn númerið á vefsíðu Óskaskríns og skoða úrvalið. Gjöfin gildir í ár frá útgáfudegi.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Shopping Cart