Chat with us, powered by LiveChat
Ævintýri á Vatnajökli skoðunarferð

Opna - Velja - Njóta

Ævintýri á Vatnajökli skoðunarferð fyrir tvo

Óskaskrín

Ævintýri á Vatnajökli skoðunarferð


Ævintýri á Vatnajökli er yfirgripsmikil jöklagnaga sem er fullkomin fyrir þá sem hafa gaman að gönguferðum og njóta þess að vera úti í náttúrunni. Hér færðu að njóta mikillar nálægðar við stórkostlegt ísfall Falljökuls sem er einn margra skriðjökla Vatnajökuls. Lengd ferðarinnar eru 4 klukkustundir.

Keyrt á ofurjeppa að jökulröndinni, við jaðarinn hefst ganga á mannbroddum. Í göngunni mun leiðsögumaðurinn kenna þér um jarðfræði, landafræði og sögu svæðisins ásamt því að benda á fallegar ísmyndanir.

Gildir fyrir tvo.


Áhugavert

Eitt af því sem gerir jökla spennandi er að yfirborð og litur jökulsins er síbreytilegur en jöklamyndanir eins og svelgir, sprungur og jökladrýli koma og fara eftir veðri og vindum.

Gott að vita

Erfiðleikastig: Miðlungserfið Aldurstakmark: 14 ára Innifalið: jöklabroddar, ísexi, hjálmur, sigbelti og jeppaskutl að jöklinum Taka með: Best að vera í gönguskóm með ökklastuðningi og klæða sig eftir veðri ásamt því að taka með nasl og drykk. Hægt að leigja gönguskó með ökklastuðningi á 1000kr parið.

Hvar

Brottför frá söluskálanum í Freysnesi, í 5 mínútna akstri frá Skaftafelli. Við erum í 320km fjarlægð frá Reykjavík (4klst keyrsla)

Hvenær

Brottfor er 9:15 eða 13:30 allt árið þegar veður leyfir.

Bókanir

[email protected] s: 894-1317

Shopping Cart