Opna - Velja - Njóta
Bjórbað ásamt aðgangi að útipottum fyrir tvo með drykk
Óskaskrín
Bjórböðin spa
Bruggsmiðjan Kaldi hefur opnað bjórheilsulind sem er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Bjórböðin voru opnuð 1. júní 2017 og hafa vakið gríðalega athygli og forvitni. Bjórbaðið er 25 mínútur og 25 mínútur í slökun. Ekki er mælt með að fara í sturtu eftir baðið. Bjórblandan er stútfull af öllum B vítamín skalanum og steinefnum sem er gríðarlega gott fyrir húð og hár. Þessi meðferð er mjög hreinsandi fyrir húðina og hefur jákvæð áhrif á heilsuna. Öll kerin eru tveggja manna svo hægt er að fara einn eða tveir saman. Bjórdæla er við kerið og er bjórinn innifalinn á meðan baðinu stendur ásamt hvíldaraðstöðu og gufubaði.
Einnig eru útipottar og mælt er með að mæta tímanlega fyrir bókaðan tíma ef á að njóta þeirra.