
Opna - Velja - Njóta
Hellaskoðun fyrir 2 fullorðna og 2 börn hjá Caves of Hella
Óskaskrín
Caves of Hella – hellaskoðun fyrir fjölskylduna
EINSTÖK OG SÖGULEG HELLAFERÐ Í HELLANA VIÐ HELLU
Hinir földu undirheimar Íslands. Upplifið einstakan ævintýraheim í hellaferð um Hellana við Hellu og heyrið söguna sem ekki hefur mátt segja um landnámið fyrir landnám.Tólf fornir manngerðir hellar hafa fundist í landi Ægissíðu við Hellu og fjórir þeirra hafa nú verið opnaðir. Hellarnir eru friðlýstir og þeir sýndir með leiðsögn. Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands.
Gildir fyrir hellaskoðun í klukkustund fyrir 2 fullorðna og 2 börn hjá Caves of Hella