
Opna - Velja - Njóta
Tvær gistinætur ásamt morgunverði fyrir tvo
Óskaskrín
Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir
Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstadir er rómað, fjölskyldurekið hótel sem hvílir á gömlum merg íslenskrar bændamenningar. Hótelið mætir ströngustu nútímakröfum um gæði, glæsileik og aðbúnað, um leið og það varðveitir uppruna sinn sem nær aftur til ársins 1903 og ljær því einstakan blæ. Gestir geta valið um vel búin og rómantísk antík-herbergi í eldri hluta hótelsins eða nútímaleg herbergi yngri byggingar. Verið velkomin að njóta gestristni og góðs aðbúnaðar í fögru umhverfi við Lagarfljót.