Chat with us, powered by LiveChat
Hótel Bifröst

Opna - Velja - Njóta

Gildir fyrir

Gistingu ásamt þriggja rétta óvissukvöldverði eftir kenjum kokksins og morgunverði fyrir tvo.

Óskaskrín

Hótel Bifröst


Hótel Bifröst er notalegt hótel á fallegum stað í hjarta Borgarfjarðar. Hótelið er staðsett við þjóðveg 1 – 102 kílómetra frá Reykjavík og því í aðeins eins- og hálfs tíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Á Hótel Bifröst eru 52 rúmgóð, björt og hlýleg, tveggja manna herbergi. Öll herbergin eru með sér snyrtingu og sturtu, gervihnattasjónvarpi og internettengingu. Lyfta er á hótelinu og því gott aðgengi fyrir fatlaða.Veitingastaður hótelsins – Kaffi Bifröst tekur um það bil 100 manns í sæti. Þar er mikið lagt upp úr því að framreiða fjölbreyttan og hollan mat með áherslu á að nota hráefni úr heimabyggð.


Áhugavert

Hótel Bifröst er staðsett í Norðurárdal í Borgarfirði. Eldstöðin Grábrók, Hreðavatn, Jafnaskarðsskógur, Paradísarlaut, Norðurá og fossinn Glanni eru í næsta nágrenni og yfir landinu trónir Baula, eitt tignarlegasta fjall landsins.

Gott að vita

Margar skemmtilegar gönguleiðir er að finna í nágrenni Bifrastar. Umhverfið er afar fjölbreytt og býður upp á marga möguleika. Þræða má krákustíga í hrauninu eða rölta meðfram Norðuránni, fara í skógargöngu í Jafnaskarðsskóg,

Hvar

Hótelið er á Bifröst í Borgarfirði, um 30 km norður af Borgarnesi, staðsett við þjóðveg 1

Hvenær

Hótelið er opið allt árið en Óskaskrín þetta gildir ekki frá 1.júlí til 30.september.

Bókanir

Hótel Bifröst Sími : 433-3030 hotelbifrost.is [email protected]

Shopping Cart