Chat with us, powered by LiveChat
Hótel Breiðdalsvík

Opna - Velja - Njóta

1 gistnótt í 2ja manna herbergi ásamt morgunverði og 3ja rétta kvöldverði.

Óskaskrín

Hótel Breiðdalsvík


Hótel Breiðdalsvík var opnað árið 1983 og er umvafið mikilfenglegum fjöllum og svörtum söndum. Hótelið er friðsæl vin mitt í hinni hráu fegurð Breiðdalsvíkur á Austfjörðum. Á hótelinu eru 37 vel búin herbergi, auk huggulegrar setustofu með arni og bókasafni, finnskri sauna, köldum og heitum potti og veitingastaðar. Veitingastaðurinn býður upp á ekta íslenska rétti, matreidda með ferskum hráefnum sem sótt er í nærumhverfi hótelsins.

1 gistinótt í 2ja manna herbergi ásamt morgunverði og 3ja rétta kvöldverði


Áhugavert

Breiðdalsvík er á hinum fáförnu og fögru Austfjörðum. Við bjóðum þér að upplifa ekta austfirska gestrisni, ferska matargerð, ferskan bruggaðan bjór frá Beljanda og litagleði sem má finna í hverjum krók og kima á Breiðalsvík. Á Breiðdalsvík ertu umkringd(ur) einum fegursta fjallasal á íslandi þar sem tilvalið er að staldra við og njóta náttúrunnar. Breiðdalsvík er áfangastaður sem gerir ferðina hingað vel þess virði.

Gott að vita

Við erum stolt af því að bjóða upp á íslenska matargerð eins og hún gerist best, matreidda með ferskum hráefnum úr nærumhverfi okkar. Við bjóðum einnig upp á afbragðsgóðan hefðbundin hádegismat fyrir einstaklinga og hópa. Ef þú átt bara leið hjá er tilvalið að koma við í rjúkandi ferkst kaffi og kökusneið. Veitingastaðurinn Bláfell býður upp á ekta íslenska rétti, matreidda með ferskum hráefnum sem sótt er í nærumhverfi hótelsins. Kjötið kemur frá nærliggjandi bæjum, fiskurinn frá framleiðendum í Fjarðabyggð og grænmetið og kartöflur ofan af Héraði sem og frá Hornafirði.

Hvar

Hótel Breiðdalsvík Sólvellir 14 760 Breiðdalsvík

Hvenær

Hótelið er opið allt árið Ath. Aðeins sjálfsafgreiðsla í móttöku frá 1.nóv - 30.apríl.

Bókanir

Sími: 470 0000 [email protected]

Shopping Cart