Chat with us, powered by LiveChat
Hótel Eskifjörður

Opna - Velja - Njóta

Gistinótt fyrir tvo ásamt morgunverði

Óskaskrín

Hótel Eskifjörður


Hótel Eskifjörður býður þig velkomin í hjarta austfjarða, Eskifjörð.

Hótel Eskifjörður er byggt á sterkum grunni sem hýsti áður útibú Landsbanka Íslands. Saga sem nær aftur til 1918 en byggingin er frá árinu 1968. Hótelið er í miðbæ Eskifjarðar með einstakt útsýni þar sem fegurð Hólmatindsins fær að njóta sín. Eskifjörður á sér merkilega sögu og í bænum og nærsveit er að finna söguspjöld sem gaman er að kynna sér. Einnig er fallegt Sjómannasafn og mörg eldri hús sem vert er að skoða.


Áhugavert

Eitt skemmtilegasta skíðasvæði landsins, Skíðamiðstöðin Oddskarð eða austfirsku alparnir er á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.

Gott að vita

Mesta silfurbergsnáma hér á landi er á Helgustöðum við Eskifjörð. Silfurberg er sjaldgæft og er tært afbrigði af kristölluðum kalksteini.

Hvar

Strandgata 47, 735 Eskifjörður

Hvenær

Óskaskrínið gildir til að bóka herbergi á tímabilinu frá 1.september - 31.maí.

Bókanir

[email protected] hoteleskifjordur.is Sími : 4760099 & 8981207

Shopping Cart