Chat with us, powered by LiveChat
Hótel Hildibrand

Opna - Velja - Njóta

Tvær gistinætur án morgunverðar í eins svefnherbergja íbúð með stofu, eldhúsi, baðherbergi og einnig rúmgóðum svefnsófa ef börnin koma með.

Óskaskrín

Hótel Hildibrand


Hildibrand er fjölskyldurekið íbúðahótel á Neskaupsstað þar sem gæði og þjónusta er í fyrirrúmi.

Hótelið státar af 15 íburðamiklum og rúmgóðum íbúðum sem taka hver 4-8 gesti og eru þær frá 55-110 fm2 af stærð og hótelið er opið allt árið. Allar íbúðir eru með sjávarútsýni og svölum. Hótelið er staðsett á besta stað í hjarta miðbæjarins á Norðfirði, alveg við sjávarsíðuna og með einstöku útsýni yfir Norðfjarðaflóan sem er frægur fyrir stillur og fjölskrúðugt líf. Hvalir eru algengir gestir í Norðfirði og verður þeirra oft vart fyrir utan hótelið. 


Áhugavert

Kaupfélagsbarinn er staðsettur á jarðhæð Hótel Hildibrand og býður upp á kvöldverð í notalegu og hlýlegu andrúmslofti. Á matseðlinum má finna fjölbreytt úrval klassískra bistrórétta – með okkar eigin sérstöku ívafi. Nafnið, Kaupfélagsbarinn, vísar til sögu hússins sem kaupfélagsverslun og heiðrar langa hefð sjávarútvegs og landbúnaðar á svæðinu.

Gott að vita

Hótel Hildibrand býður upp á bílastæði á staðnum. Ef bílastæðin eru full þegar þú kemur, eru yfirleitt næg bílastæði í nágrenninu – því ekki er nauðsynlegt að bóka fyrirfram.

Hvar

Hafnarbraut 2, 740 Neskaupsstaður.

Hvenær

Hægt er að bóka með Óskaskrín á Hótel Hildibrand frá 1. október - 30. apríl.

Bókanir

Shopping Cart