Chat with us, powered by LiveChat
Köfun í Silfru með akstri

Opna - Velja - Njóta

Köfun í Silfru fyrir einn með reyndum leiðsögumanni hjá Dive.is. Innifalið er akstur.

Óskaskrín

Köfun í Silfru með akstri


Silfra á Þingvöllum er engri lík með tært vatn, ótrúlegt skyggni og fallegan neðansjávargróður. Tæra vatnið í Silfru hefur síast í gegnum neðanjarðar hraun í áratugi sem veldur því að skyggni er allt að 100m. Undir yfirboðinu leynist dáleiðandi heimur sem á sér engan líkan í heiminum. Silfra liggur á milli tveggja jarðfleka, Norður Ameríkuflekans annarsvegar og Evrasíuflekans hinsvegar. Í Silfru er jökulvatn sem hefur tekið áratugi að síast neðanjarðar í gegnum hraunið sem skilur Þingvelli frá Langjökli. Landslagið undir yfirborðinu er ólíkt neinu öðru á jörðinni. Í ferðinni muntu fara í gegnum fjóra hluta Silfru.

Þessi ferð inniheldur eina köfun í Silfru sem tekur um það bil 30-40 mínútur og við köfum að hámarki á 18 metra dýpi.


Áhugavert

Starfsfólk Dive.is er allt með hæstu PADI köfunarréttindi og drifið áfram af ást og virðingu fyrir íslenskri náttúru, undirdjúpunum og hvert öðru. Við erum þar að auki 5 stjörnu PADI köfunarmiðstöð en PADI eru virt köfunarsamtök og gefa út flest köfunarréttindi í heiminum

Gott að vita

Allir kafarar verða að hafa þurrbúningaréttindi eða 10 skráðar kafanir í þurrbúning innan 2 ára frá köfun í Silfru, sem þarf að staðfesta með skriflegri sönnun frá köfunar leiðbeinanda (e. diving instructor).

Hvar

Sportköfunarskóli Íslands Hólmaslóð 2 101 Reykjavík

Hvenær

Við bjóðum upp á köfunar ferðir daglega í Silfru, allt árið um kring.

Bókanir

Hafðu samband við að bóka tíma [email protected] s: 578-6200

Shopping Cart