
Opna - Velja - Njóta
Köfun í Silfru fyrir einn með reyndum leiðsögumanni hjá Dive.is. Innifalið er akstur.
Óskaskrín
Köfun í Silfru með akstri
Silfra á Þingvöllum er engri lík með tært vatn, ótrúlegt skyggni og fallegan neðansjávargróður. Tæra vatnið í Silfru hefur síast í gegnum neðanjarðar hraun í áratugi sem veldur því að skyggni er allt að 100m. Undir yfirboðinu leynist dáleiðandi heimur sem á sér engan líkan í heiminum. Silfra liggur á milli tveggja jarðfleka, Norður Ameríkuflekans annarsvegar og Evrasíuflekans hinsvegar. Í Silfru er jökulvatn sem hefur tekið áratugi að síast neðanjarðar í gegnum hraunið sem skilur Þingvelli frá Langjökli. Landslagið undir yfirborðinu er ólíkt neinu öðru á jörðinni. Í ferðinni muntu fara í gegnum fjóra hluta Silfru.
Þessi ferð inniheldur eina köfun í Silfru sem tekur um það bil 30-40 mínútur og við köfum að hámarki á 18 metra dýpi.