
Opna - Velja - Njóta
3ja rétta fiskævintýri fyrir tvo að hætti Kopars
Óskaskrín
Kopar Restaurant
Veitingastaðurinn Kopar stendur við eina af líflegustu götum bæjarins eða við Gömlu höfnina í Reykjavík, sem hefur á undanförnum árum tekið miklum stakkaskiptum og iðar nú af mannlífi og uppákomum. Á Kopar er lögð mikil áhersla á skemmtilega upplifun hvort sem það er í mat, þjónustu, félagsskap eða umhverfi. Sérstaða Kopars felst í spennandi hráefni og fjölbreyttum réttum og má þar nefna sem dæmi að Kopar er fyrsti veitingastaður borgarinnar til þess að bjóða upp á íslenskan grjótkrabba.