Opna - Velja - Njóta
Tvær gistinætur ásamt morgunverðarhlaðborði fyrir tvo.
Óskaskrín
Lambastaðir Guesthouse
Lambastaðir er fjölskylduvænn staður þar sem kindur, hestar, hænur, og heimilishundurinn eru í nágrenninu. Í gistihúsinu eru ellefu herbergi, öll með sér baðherbergi, einnig sameiginleg borðstofa. Lögð er áhersla á góða og persónulega þjónustu. Gjaldfrjáls wi/fi internet tenging er í húsinu og heitur pottur og sauna við húsvegginn þar sem njóta má norðurljósa á vetrarkvöldum.
Gistiheimilið er vel staðsett til að heimsækja áhugaverða staði svo sem ströndina við Stokkseyri og Eyrarbakka, þjóðgarðinn á Þingvöllum, Gullfoss, Geysi, Seljalandsfoss, Skógarfoss og Vík í Mýrdal.
Hlökkum til að sjá þig!