Chat with us, powered by LiveChat
Mega Zipline Hveragerði

Opna - Velja - Njóta

Hefðbundin ferð, Fuglinn fyrir tvo.

Óskaskrín

Mega Zipline Hveragerði


Fjúgðu um loftin blá – Frjáls eins og fugl!

Mega Zipline er lengsta og hraðasta sviflína á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Línan sem er einn kílómetri að lengd er staðsett í Kömbunum við Hveragerði og fylgir Svartagljúfri frá efstu beygju í Kömbunum alveg niður að kaffihúsinu við upphaf gönguleiðarinnar inn í Reykjadal. Gilið er lítt þekkt náttúruperla sem skartar fallegum fossum og stórbrotnu útsýni. Línurnar eru tvær og liggja samhliða svo tveir geta tekið flugið í einu.

Innifalið er vinsælasta ferðin hjá Mega Zipline, Fuglinn fyrir tvo. Gestir sitja í þar til gerðu belti með frábæru útsýni. Þú hefur fullt vald á hraðanum og þægindin eru í fyrirrúmi svo þú getur notið ferðarinnar og útsýnisins. Við mælum með þessum valkosti fyrir þá sem eru að prófa í fyrsta skipti. Frábær skemmtun og hægt er að njóta ferðarinnar með ferðafélaga á hinni línunni.

Gert er ráð fyrir að upplifunin taki 45 – 70 mínútur.


Áhugavert

Reykjadalur er einn vinsælasti áfangastaður suðvesturlands – margrómaður fyrir náttúrufegurð og heit böð. Fjölmargar frábærar gönguleiðir eru á svæðinu og í Hveragerði er að finna eina fallegustu sundlaug landsins, veitingastaði og hótel.

Gott að vita

Þjónustuhús Mega Zipline er staðsett í hinum nýopnaða Skála í Reykjadal sem er upphafs og lokapunktur heimsókna í Reykjadal. Í þjónustuhúsinu hefst flugið og þar er einnig hægt að kaupa myndbönd að flugi loknu og gjafavöru. Í Skálanum er hægt að grípa með sér kaffi og bakkelsi eða setjast niður og borða í huggulegu umhverfi með útsýni inn Reykjadalinn. Þetta er tilvalinn staður fyrir fleiri ævintýri í nágrenni Hveragerðis.

Hvar

Árhólmar 1 810 Hveragerði Iceland

Bókanir

Shopping Cart