Opna - Velja - Njóta
Hefðbundin ferð, Fuglinn fyrir tvo.
Óskaskrín
Mega Zipline Hveragerði
Fjúgðu um loftin blá – Frjáls eins og fugl!
Mega Zipline er lengsta og hraðasta sviflína á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Línan sem er einn kílómetri að lengd er staðsett í Kömbunum við Hveragerði og fylgir Svartagljúfri frá efstu beygju í Kömbunum alveg niður að kaffihúsinu við upphaf gönguleiðarinnar inn í Reykjadal. Gilið er lítt þekkt náttúruperla sem skartar fallegum fossum og stórbrotnu útsýni. Línurnar eru tvær og liggja samhliða svo tveir geta tekið flugið í einu.
Innifalið er vinsælasta ferðin hjá Mega Zipline, Fuglinn fyrir tvo. Gestir sitja í þar til gerðu belti með frábæru útsýni. Þú hefur fullt vald á hraðanum og þægindin eru í fyrirrúmi svo þú getur notið ferðarinnar og útsýnisins. Við mælum með þessum valkosti fyrir þá sem eru að prófa í fyrsta skipti. Frábær skemmtun og hægt er að njóta ferðarinnar með ferðafélaga á hinni línunni.
Gert er ráð fyrir að upplifunin taki 45 – 70 mínútur.