Retro Mathús Hofsós

Opna - Velja - Njóta

Gildir fyrir 2 x 12" pizza.

Óskaskrín

Retro Mathús Hofsós


Retro Mathús er huggulegur veitingastaður við sjávarsíðuna með útsýni yfir Skagafjörðinn. Retro Mathús er opið á sumrin og við valin tækifæri yfir vetrartímann eins og um páskana. Best er að fylgjast með á Facebook síðu Retro Mathús, þar sem opnunartímar og tilkynningar eru birtar.

Gildir fyrir 2 x 12″ pizza.


Áhugavert

Á Hofsósi má finna notalegan veitingastað sem nefnist Retro Mathús. Hann stendur í hjarta bæjarins – eða „Plássinu“, „Kvosinni“ eða jafnvel „niðri í Stað“, allt eftir því hvern af Hofsóssbúum þú spyrð. Rétt hjá rennur Hofsáin til sjávar og þegar stillt er í veðri myndast þar oft logn og sumarhiti sem minnir helst á náttúrulegan heitapott. Það eru þau Magnús Eyjólfsson og Guðrún Sonja Birgisdóttir sem eiga og reka staðinn. Yfir háannatímann starfa þar um tíu manns og þjónustan er bæði hress og lipur.

Gott að vita

Gott er að fylgjast með tilfallandi opnunartímum yfir vetrartímann á Facebook síðu Retro Mathús.

Hvar

Baldurshagi, 565 Hofsós.

Hvenær

Opið á sumrin og við valin tækifæri yfir vetrartímann.

Bókanir

  • Hægt er að mæta á staðinn.
  • Hafa samband í síma 497-4444
  • Senda póst á [email protected]

Shopping Cart