
Opna - Velja - Njóta
Skin Analyser húðgreining og ráðgjöf fyrir einn
Óskaskrín
Skin Analyser húðgreining og ráðgjöf – Snyrtistofan Dimmalimm
Snyrtistofan Dimmalimm veitir fyrsta flokks þjónustu í notalegu umhverfi. Sem handhafi Óskaskríns færð þú húðgreiningu með Skin Analyser og ráðgjöf. Í Skin Analyser húðgreiningu notum við 7 mismunandi linsur til að greina og skoða húðina enn fremur en gert er í hefðbundinni húðgreiningu. Við skoðum viðkvæmni, mælum raka- og sebum magn húðar, sólarskemmdir, dýpt á línum og hrukkun, oxunarstöðu sebums og mælum ráðlagðan sólarvarnarstuðul fyrir þína húð. Húðgreining og ráðgjöf er í 30 mínútur.
Húðgreining er góð leið til þess að setja saman húðrútínu sem er sérsniðin að þínum þörfum sem og ákvarða hvaða andlitsmeðferðir og vörur myndu koma sér vel fyrir þig til að ná þínum húðmarkmiðum.