
Opna - Velja - Njóta
Heilsu- og slökunarnudd 25 mín eða Frískandi andlitsmeðferð ásamt Endurnærandi kísilleirmeðferð og aðgang að spa hjá Hreyfing.
Óskaskrín
Heilsu- og slökunarnudd 25 mín / Blue Lagoon andlitsmeðferð ásamt endurnærandi kísilleirmeðferð og aðgangi að Hreyfing spa
Einstök spa upplifun í notalegu slökunarrými með hengirólum, innrauðri saunu og heitum potti. Úti á veröndinni eru tveir heitir pottar annar með jarðsjó ásamt köldum potti, saunu og blautgufu. Spa gestir fá einnig handklæði og slopp.
Innifalið er aðgangur að spa, Endurnærandi kísilleirmeðferð og val á milli Heilsu- og slökunarnudd 25 mín eða Frískandi andlitsmeðferð 30 mín.
Endurnærandi kísilleirmeðferð
Einstök meðferð þar sem gestir bera hreinan kísil á húðina og slaka á í 20 mínútur í sérhönnuðum leirgufuklefa. Hitastig klefans eykst jafnt og þétt og Eucalyptus olía í samblandi við heitar gufur spila stórt hlutverk í að stuðla að djúpri slökun. Í lokin verður gufan að léttu regni sem skolar kísilinn af á mildan hátt. Meðferðin veitir húðinni heilbrigðan ljóma og fallegt yfirbragð.
Heilsu- og slökunarnudd 25 mín
Eykur blóðstreymi og súrefni til vöðva i útlimum. Losar um spennu i líkamanum og er sniðið að þörfum hvers og eins. Áhrifaríkt og markvisst nudd sem losar um bólgur og spennu á tilgreindum svæðum. Dregur úr streitu og þreytu. Veitir góða slökun og vellíðan.
Blue Lagoon andlitsmeðferð 30 mín
Endurnærandi andlitsmeðferð sem veitir húðinni orku og nauðsynleg næringarefni. Meðferðin innifelur yfirborðshreinsun, djúphreinsun, nærandi andlitsmaska og dásamlegt höfuðnudd. Kemur jafnvægi á húð og veitir aukinn ljóma. Einstakar húðvörur Blue Lagoon sérvaldar eftir húðgerð hvers og eins.