
Opna - Velja - Njóta
Snorkl í Silfru fyrir tvo með reyndum leiðsögumanni hjá Dive.is
Óskaskrín
Snorkl í Silfru fyrir tvo
Silfra á Þingvöllum er engri lík með tært vatn, ótrúlegt skyggni og fallegan neðansjávargróður. Þú þarft engin réttindi eða reynslu til að snorkla enda flýturu á yfirborðinu og nýtur útsýnisins. Við snorklum í þurrgalla sem heldur öllum hlýjum og þurrum meðan á snorklinu stendur. Snorkl hentar fyrir alla fjölskylduna (eldri en 12ára).
Njóttu þess að fljóta um í tærasta vatni í heimi og fljóta á milli tveggja heimsálfa! Snorkl ævintýri í Silfru á Þingvöllum er ógleymanlega stund þar sem þú upplifir leyndardóma undir yfirborðinu. Þú flýtur um á yfirborðinu í þurrgalla þannig að þú ert þurr og þér er hlýtt. Engin réttindi þarf til að snorkla!
Þessi ferð með DIVE.IS var valin besta snorkl upplifun og fjórða besta upplifun í heimi á TripAdvisor árið 2019.
Silfra er þeim eiginleikum gædd að vera með einstaklega tært vatn þar sem þú hefur allt að 100 metra skyggni. Undir yfirboðinu leynist dáleiðandi heimur sem á sér engan líkan í heiminum. Silfra liggur á milli tveggja jarðfleka, Norður Ameríkuflekans annarsvegar og Evrasíuflekans hinsvegar. Í Silfru er jökulvatn sem hefur tekið áratugi að síast neðanjarðar í gegnum hraunið sem skilur Þingvelli frá Langjökli. Vegna þessarar síunar er Silfra með einstaklega tært vatn sem gerir okkur kleift að sjá niður á botn frá yfirborðinu.