Chat with us, powered by LiveChat
Snorkl í Silfru fyrir tvo

Opna - Velja - Njóta

Snorkl í Silfru fyrir tvo með reyndum leiðsögumanni hjá Dive.is

Óskaskrín

Snorkl í Silfru fyrir tvo


Silfra á Þingvöllum er engri lík með tært vatn, ótrúlegt skyggni og fallegan neðansjávargróður. Þú þarft engin réttindi eða reynslu til að snorkla enda flýturu á yfirborðinu og nýtur útsýnisins. Við snorklum í þurrgalla sem heldur öllum hlýjum og þurrum meðan á snorklinu stendur. Snorkl hentar fyrir alla fjölskylduna (eldri en 12ára).

Njóttu þess að fljóta um í tærasta vatni í heimi og fljóta á milli tveggja heimsálfa! Snorkl ævintýri í Silfru á Þingvöllum er ógleymanlega stund þar sem þú upplifir leyndardóma undir yfirborðinu. Þú flýtur um á yfirborðinu í þurrgalla þannig að þú ert þurr og þér er hlýtt. Engin réttindi þarf til að snorkla!
Þessi ferð með DIVE.IS var valin besta snorkl upplifun og fjórða besta upplifun í heimi á TripAdvisor árið 2019.

Silfra er þeim eiginleikum gædd að vera með einstaklega tært vatn þar sem þú hefur allt að 100 metra skyggni. Undir yfirboðinu leynist dáleiðandi heimur sem á sér engan líkan í heiminum. Silfra liggur á milli tveggja jarðfleka, Norður Ameríkuflekans annarsvegar og Evrasíuflekans hinsvegar. Í Silfru er jökulvatn sem hefur tekið áratugi að síast neðanjarðar í gegnum hraunið sem skilur Þingvelli frá Langjökli. Vegna þessarar síunar er Silfra með einstaklega tært vatn sem gerir okkur kleift að sjá niður á botn frá yfirborðinu.


Áhugavert

Snorkl í Silfru var valin besta snorkl ferð í heimi á TripAdvisor 2019. Starfsfólk Dive.is er allt með hæstu PADI köfunarréttindi og drifið áfram af ást og virðingu fyrir íslenskri náttúru, undirdjúpunum og hvert öðru. Við erum þar að auki 5 stjörnu PADI köfunarmiðstöð en PADI eru virt köfunarsamtök og gefa út flest köfunarréttindi í heiminum.

Gott að vita

Vissir þú að allir geta snorklað sem kunna að synda. Snorklarar þurfa engin réttindi. Aldurstakmark er 12 ára. Snorklarar fá þykkan undirgalla og þurrbúning þannig að fólk er hlýtt og þurrt á meðan á snorklinu stendur.

  • Innifalið í verðinu:
  • Leiðsögn um Silfru
  • Allur nauðsynlegur búnaður til þess að Snorkla
  • Heitt súkkulaði og súkkulaði smákökur eftir ferð
  • Silfru gjald (1500 kr á mann)

Hvar

Sportköfunarskóli Íslands Hólmaslóð 2 101 Reykjavík

Hvenær

Við bjóðum upp á snorkeling ferðir daglega í Silfru, allt árið um kring.

Bókanir

Hafðu samband við að bóka tíma [email protected] s: 578-6200

Shopping Cart