Chat with us, powered by LiveChat
Sólir – Jóga heim í stofu

Opna - Velja - Njóta

"Jóga heima í stofu" pakki

Óskaskrín

Sólir – Jóga heim í stofu


Sólir voru stofnaðar 2015 með það að markmiði að skapa á einum stað vettvang þar sem hugað er að öllum þáttum heilsu. Í dag starfa hjá okkur yfir 25 fagaðilar með fjölbreyttan bakgrunn s.s. hugleiðslu- og jógakennarar með ólík réttindi, hjúkrunarfræðingar, sálfræðingar, kennarar, dansarar, tónlistarfólk, plöntukennarar, markþjálfar og ráðgjafar. Með sameinuðum kröfum okkar teymis hefur okkur tekist að skapa öruggt og dómlaust rými fyrir umbreytingu fólks með persónulegri þjónustu og athvarfi


Áhugavert

Í Sólum jógastúdíói er boðið upp á fjölbreytta jógatíma, námskeið, ráðgjöf, orkuvinnu (KAP), vinnustofur og viðburði. Í stundaskrá er að finna fjöldan allan af tímum í heitu jóga, að viðbættu grunnjóga í óupphituðum sal, ásamt rólujóga, karlajóga, yin jóga (teygjur), jóga nidra (djúpslökun), hugleiðslu og tónheilun. Í Sólum eru að auki köld böð, sem hafa reynst frábærlega við hinum ýmsu kvillum, bæði andlegum og líkamlegum s.s. kvíða og bólgum í líkamanum.

Gott að vita

Innifalið í Jóga heim í stofu:

  • hátt í 20 vandaðir jóga- og hugleiðslu tímar fyrir öll getustig
  • metsölubókin "Jóga fyrir alla" á íslensku og ensku
  • mikið af fjölbreyttu og gagnlegu aukaefni
  • 30 mínútna Zoom ráðgjafa samtal
  • frí prufuvika í Sólum

Hvar

Fiskislóð 53-55 101 Reykjavík

Hvenær

Mánudaga - föstudaga : 11:00 - 20:30 Laugardaga - sunnudaga : 10:30 - 13:00

Bókanir

Sími: 571 4444 [email protected]

Shopping Cart