Chat with us, powered by LiveChat
Systrasamlagið

Opna - Velja - Njóta

Kaffi eða túrmeriklatté, súrdeigssamloka og sætur biti fyrir tvo.

Óskaskrín

Systrasamlagið


Matseðillinn á kaffihúsi / Boðefnabar Systrasamlagsins samanstendur af ljúfri, hollri og léttri fæðu og drykkjum. Þar á meðal þeytingum, dásamlegum jurtalatté-um, cacaó-i,  lífrænu kaffi, grautum, Acai- og þriggja laga skálum, súrdeigssamlokum og opnum súrdeigsbrauðsneiðum, súpum, sterkum skotum o.fl. Að ólgeymdum ómótstæðilegum lífrænum kökum og mörgu sem bundið er árstíðum.

Allar veitingarnar okkar eru meira og minna unnar úr lífrænu gæðahráefni sem við fáum m.a. frá Græna hlekknum, Kaju organics, Rude Health, Bíóbú og Bíóna, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Kaffi eða túrmeriklatté, súrdeigssamloka og sætur biti fyrir tvo.


Áhugavert

Systurnar Jóhanna og Guðrún tóku þá stefnu strax í upphafi að bjóða ekki eingöngu upp á holla og góða fæðu, lífrænt kaffi og lífræna Bíóbú mjólk, vönduð bætiefni og aðrar þekktar heilsuvörur, heldur teljumst við frumkvöðlar í sölu á fallegum lífrænum jógafatnaði, jógavörum, eiturefnalausum ilmum, snyrtivörum, litríkum latté drykkjum (boðið  var upp á fyrsta túmeriklatté-inn hjá okkur 2015 ) og cacaóinu góða. Systrasamlagið var til að mynda fyrst til að selja saman holla og lífræna þeytinga og gæða súrdeigs samlokur. Ennfremur sem skálar Systrasamlagsins og annað góðgæti úr úrvals hráefni hefur náð miklum vinsældum.

Hvar

Systrasamlagið kaffihús Óðinsgötu 1 Reykjavík

Hvenær

Opið virka daga 10:00 - 17:00

Shopping Cart