Opna - Velja - Njóta
FO derhúfa UN Women á Íslandi
Óskaskrín
FO derhúfa UN WOMEN á Íslandi
FO derhúfan er seld af UN Women á Íslandi sem er ein af þrettán landsnefndum UN Women, stofnunar Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna. Allur ágóði af sölu derhúfunnar rennur til verkefna UN Women í Sierra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Ef þú ákveður að nýta Óskaskrínið þitt hjá UN Women á Íslandi styrktir þú starf UN Women í Sierra Leóne og hjálpar til við jákvæða vitundarvakningu. FO derhúfan er svört að lit með dökkgráu FO merki að framan og litlu hvítu FO merki að aftan. Derhúfan er úr 100% pólíesterblöndu og framleidd samkvæmt BSCI og Sedex stöðlum. Snið húfunnar er „unisex“ en auðvelt er að aðlaga mál húfunnar með frönskum rennilás að aftan. Húfan mælist um 57,5 – 58 cm að þvermáli.