Chat with us, powered by LiveChat
FO derhúfa UN WOMEN á Íslandi

Opna - Velja - Njóta

FO derhúfa UN Women á Íslandi

Óskaskrín

FO derhúfa UN WOMEN á Íslandi


FO derhúfan er seld af UN Women á Íslandi sem er ein af þrettán landsnefndum UN Women, stofnunar Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti og valdeflingu kvenna og stúlkna. Allur ágóði af sölu derhúfunnar rennur til verkefna UN Women í Sierra Leóne sem hafa það að markmiði að uppræta kynbundið ofbeldi. Ef þú ákveður að nýta Óskaskrínið þitt hjá UN Women á Íslandi styrktir þú starf UN Women í Sierra Leóne og hjálpar til við jákvæða vitundarvakningu. FO derhúfan er svört að lit með dökkgráu FO merki að framan og litlu hvítu FO merki að aftan. Derhúfan er úr 100% pólíesterblöndu og framleidd samkvæmt BSCI og Sedex stöðlum. Snið húfunnar er „unisex“ en auðvelt er að aðlaga mál húfunnar með frönskum rennilás að aftan. Húfan mælist um 57,5 – 58 cm að þvermáli.


Áhugavert

UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu í þágu jafnréttis. UN Women hefur haft viðveru í Sierra Leóne frá árinu 2002 og hefur til að mynda sett á laggirnar „one stop“ miðstöðvar fyrir þolendur kynbundins ofbeldis í samstarfi við Jafnréttis- og barnamálaráðuneyti þar í landi. Í miðstöðvunum hljóta þolendur læknisþjónustu, lagalega ráðgjöf og sálræna aðstoð, án endurgjalds. Eins hefur UN Women unnið náið með fjölda héraðs- og þorpshöfðingja til að breyta viðhorfi þeirra til kvenna og kynbundins ofbeldis. Um 40 höfðingjar hafa þegar hlotið fræðslu og hafa í kjölfarið beitt sér í sínum samfélögum gegn kynbundnu ofbeldi og sýnt þolendum stuðning í verki.

Gott að vita

Meginhlutverk UN Women er:

  • Uppræting ofbeldis gegn konum og stúlkum
  • Kvenmiðuð neyðaraðstoð
  • Útrýming fátæktar
  • Að efla pólitíska þátttöku kvenna
  • Konur, friður og öryggi

Hvar

Skrifstofa UN Women er í Sigtúni 42, 105 Reykjavík.

Bókanir

Til að nýta Óskaskrínið þitt hjá UN Women er best að hafa samband í síma 552-6200 eða senda töluvpóst á [email protected]  

Shopping Cart