Chat with us, powered by LiveChat
Volcano Trails – Þórsmörk

Opna - Velja - Njóta

Gisting fyrir tvo í Glamping Lúxustjaldi ásamt kvöldverðarhlaðborði og morgunverðarhlaðborði. Aðgangur að gufubaði, sturtum og lítilli baðlaug.

Óskaskrín

Volcano Trails – Þórsmörk


Volcano Trails í Húsadal Þórsmörk bjóða upp á gistingu og veitingar á besta stað í Þórsmörk.
Boðið er upp á gistingu í Glamping lúxustjöldum, kvöldverð á Lava grill og morgunverðahlaðborð. Aðgangur að sturtum, gufubaði og náttúrulaug er innifalinn í gistingu.
Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta. Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðaland. Glamping Lúxustjöldin okkar eru frábær kostur fyrir alla þá sem vilja upplifa náttúru Þórsmerkur með smá lúxus. Tjöldin eru útbúin með uppábúnum rúmum og húsgögnum til að hafa það notalegt. Tjöldin eru upphituð með stillanlegum rafmagnsblásara sem heldur jöfnu og þægilegu hitastigi í tjaldinu. Veitingastaðurinn, barinn og sameiginleg sturtur, gufubað og salernisaðstaða er staðsett örstutt frá tjöldunum. Hægt er að sitja úti við tjöldin með drykk í hönd, orna sér við varðeldinn og njóta útsýnisins.

Hvað er innifalið?

  • Uppábúin rúm fyrir tvo – hjónarúm eða tvö aðskilin
  • Hitablásari
  • Þægilegir stólar og húsgögn
  • Sameiginleg bað og salernisaðstaða
  • Þráðlaust net í þjónustuhúsi
  • Aðgangur að gufubaði, sturtum og lítilli baðlaug
  • Kvöldverðahlaðborð
  • Morgunverðahlaðborð

Áhugavert

Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta. Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðalan. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal.

Gott að vita

Vinsamlegast tilgreinið númer óskaskríns þegar þið bókið. Það þarf sér útbúna bíla til að komast í Húsadal, eða bóka rútuferð frá Reykjavík, Hvolsvelli eða Brú basecamp.

Hvar

Húsadal í Þórsmörk. Til að komast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp Þórsmerkurveg sem er jeppafær vegarslóði merktur F249. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum. Hægt er að bóka rútu á heimasíðunni okkar.

Hvenær

Volvano Trails Glamping lúxustjöld eru í boði frá 14.maí - 15.september

Bókanir

Bókanir: [email protected]

Shopping Cart