Chat with us, powered by LiveChat

Skilmálar

Forsíða   >  Skilmálar

Söluskilmálar www.oskaskrin.is 
 
Þessi vefsíða er í eigu Óskaskrín ehf. Með því að kaupa vöru á www.oskaskrin.is samþykkir þú eftirfarandi skilmála.
 
Pöntun
Pöntun þín verður staðfest um leið og greiðsla hefur borist með greiðslukorti á öruggu greiðslusíðunni eða með símgreiðslu. Staðfestingin verður send á það netfang sem viðskiptavinur gefur upp. Tekið er við öllum helstu kreditkortum.
 
Afgreiðsla
Allar pantanir sem berast fyrir klukkan 13:30 á virkum dögum fara í póst samdægurs, annars næsta virka dag. Hægt er að senda Óskaskrín beint á annan viðtakanda innpakkaða sem gjöf ef óskað er. Íslandspóstur sér um alla póstflutninga og gilda tryggingaskilmálar þeirra um ábyrgð á sendingum.
Einnig er hægt er að fá Óskaskrínið merkt með korti í samræmi við upplýsingar sem kaupandi gefur upp við pöntun gegn viðbótargjaldi.
 
Skipti, skil og uppfærslur
Kaupandi getur skipt og valið nýja tegund Óskaskríns gegn greiðslu á mismuninum hafi verð hækkað eða aðrar vörur komið þess í stað. Við skipti á vöru þarf hún að vera í upprunalegu ástandi í óopnuðum umbúðum. Ef skipta á vörunni skal senda Óskaskrínið eða koma með það til Óskaskríns ehf., Suðurlandsbraut 30, 4hæð. Ef upplifun hefur verið bókuð hjá þjónustuaðila fæst Óskaskrínið ekki endurgreitt. 
Kaupandi getur skilað vöru og fengið endurgreitt innan 14 daga frá því varan er keypt á www.oskaskrin.is en varan þarf að vera í upprunalegu ástandi í óopnuðum umbúðum.
 
Ábyrgð
Sé sú þjónusta eða upplifun sem valin er ekki lengur í boði er Óskaskrín ehf. ekki bótaskylt með neinum hætti. Margir aðrir valmöguleikar eru fyrir hendi í hverjum flokki auk þess sem nýir valmöguleikar birtast á www.oskaskrin.is reglulega auk upplýsinga um allar breytingar og upplýsingar um valmöguleika.
Verði viðkomandi fyrir óhappi eða tjóni gildir ábyrgð og skilmálar þjónustuaðilans.
 
Meðferð perónulegra upplýsinga
Farið er með allar persónulegar upplýsingar sem seljandi móttekur sem algjört trúnaðarmál.
Kaupanda gefst hinsvegar kostur á að fá sendar tilkynningar og tilboð í tölvupósti enda samþykki hann slíkt. Sá sem Óskaskrín þiggur að gjöf þarf að skrá inn persónulegar upplýsingar þegar gjafakortið er virkjað og hefur hann jafnframt val um að fá sendar tilkynningar og tilboð á tölvupósti. Hægt er að afþakka þessar tilkynningar og tilboð með því að fara inn á www.oskaskrin.is
Shopping Cart