Chat with us, powered by LiveChat

Spurt & Svarað

Hér fyrir neðan eru þær spurningar sem við fáum oft og svör við þeim!

Hvað er Óskaskrín?

Óskaskrín er gjafaaskja sem inniheldur eftirfarandi:

  • Gjafakort sem er innleysanlegt hjá einum af þjónustuaðilunum í Óskaskríninu þínu.
  • Einnig er hægt að kaupa Óskaskrín rafrænt og hýsa í rafrænu veski í símanum þínum (wallet) 

Hvernig nota ég Óskaskrín?

Þú getur gefið Óskaskrín sem gjöf eða keypt fyrir þig sjálfa/n. Hægt er að velja milli 17 mismunandi skrína en í boði er fjölbreytt afþreying, veitingastaðir, hótel, dekur og ýmiskonar upplifanir um allt land. Eigandi Óskaskrínsins velur sér eina upplifun úr úrvali valkosta sem sjá má hér á heimasíðu okkar, pantar hjá þjónustuaðila, mætir og nýtur. Mikilvægt er að láta vita þegar bókun er gerð eða við komu að ætlunin sé að nýta Óskaskrín.

Er fyrningardagsetning á Óskaskríni?

Óskaskrínskort gildir í 2 ár frá kaupum (gildir um kort keypt eftir 1.11.2022, eldri kort eru með 1 árs gildistíma). Til þess að fá upplýsingar um gildistíma skráið þið inn númerið á kortinu hægra megin á forsíðunni undir textanum Óskaskrínið mitt – gildistími.

Hvaða daga get ég leyst út Óskaskrín gjafakortið?

Þú getur notað gjafakortið alla daga vikunnar, þar á meðal um helgar, en það fer allt eftir þjónustu og framboði þjónustuaðila. Hver og einn þjónustuaðili veitir upplýsingar um hvenær hægt er að nota gjafakortið.

Eru einhver tímabil sem ég get ekki notað gjafakortið?

Það fer eftir þjónustuaðilum, svo við mælum með að þú kynnir þér opnunartíma þeirra.

Hversu mörgum tegundum get ég valið úr?

Hægt er að velja um 17 tegundir Óskaskrína:

Gourmet, Rómantík, Dekurstund, Eðal Dekur, Bröns fyrir tvo, Lúxus Bröns, Burger fyrir tvo, Góða Helgi, Glaðningur, Kósý Kvöld, Útivist, Námskeið, Töffari,  Paranudd, Keila, Þyrluflug og Fjallahjólaferð. Handhafi Óskaskrínsins getur valið sér eina af þeim upplifunum sem í boði eru í því Óskaskríni sem hann fær.

Einnig bjóðum við upp á Óskaskrín fyrir fyrirtæki í 6 verðflokkum sem eru blönduð Óskaskrín með ólíkum upplifunum þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.  

Er þjónustan sem þið bjóðið í Óskaskrín ódýrari heldur en ef ég kaupi beint af þjónustuaðilunum sjálfum? Ef ég hefði t.d samband við einhverja snyrtistofuna sem þið hafið samning við og athugaði með samskonar meðferð, myndi hún vera dýrari en í skríninu?

Við höfum lagt okkur fram við að passa uppá að allar upplifanirnar hjá okkur séu á sama eða lægra verði í gegnum okkur heldur en beint hjá þjónustuaðila. Einnig er auka virði í því að upplifunin kemur frá okkur í fallegri gjafaöskju sem hluti af stærri hóp valmöguleika til hagsbóta fyrir þann sem fær gjöfina frá þér 🙂

Hinsvegar getur það gerst að tímabundin tilboð séu í gangi á einhverjum tíma hjá þjónustuaðilum sem gætu þá verið lægri en í gegnum Óskaskrínin okkar, en það eru þá aðeins tilfallandi dæmi.

Eru einhver aukaleg gjöld?

Hvert Óskaskrín hefur að geyma upplýsingar um hverja upplifun og hvað er innifalið í pakkanum þínum. Allir skattar eru innifaldir. Í Óskaskríni er ekki innifalinn kostnaður við flutning eða aukakostnaður sem ekki er getið í handbókinni. Kjósir þú að bæta við upplifunina eða þjónustuna í samráði við þjónustuaðila sem ekki er innifalið í Óskaskríni þarftu að greiða fyrir þann kostnað aukalega.

Eru einhverjir sérstakir skilmálar og/eða skilyrði til að taka þátt í upplifunum í Óskaskrínunum?

Í flestum tilvikum ekki en það fer þó eftir upplifuninni. Þú getur verið beðin/n um að koma með ákveðna hluti með þér (til dæmis sundföt, hlý föt, góða skó o.s.frv.). Gildu ökuskírteini þarf að framvísa í upplifun sem felur í sér notkun ökutækja líkt og frá greinir í skilmálum þjónustuveitenda í handbókinni. Eins geta verið einhverjar takmarkanir á því hvenær hægt er að nota Óskaskrínið hjá þjónustuaðila en það kemur allt fram hér á heimasíðunni.

Get ég boðið vinum eða fjölskyldu að njóta Óskaskríns með mér?

Í handbókinni er tekið fram fyrir hversu marga hver upplifun gildir. Við mælum með að þú spyrjir þjónustuaðila ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi fleiri þátttakendur eða auka þjónustu.

Mig langar að gefa Óskaskrín sem gjöf. Hvar get ég keypt það?

  • Verslunum Pennans Eymundsson um allt land. Upplýsingar um verslanir má finna á:  http://www.eymundsson.is/eymundsson/verslanir-eymundsson/
  • Hagkaup í Skeifunni, Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Akureyri og Garðatorgi.
  • Þú getur keypt það á vefnum okkar www.oskaskrin.is.
  • Þú getur keypt það á skrifstofu Óskaskrín Suðurlandsbraut 30 (4.hæð). Opið virka daga frá 9-15. 
  • Þú getur sent tölvupóst á [email protected].
  • Þú getur einnig hringt í síma 577 5600

Er hægt að kaupa Óskaskrín á vefsíðunni ykkar áhættulaust?

Allar greiðslur á vefsíðunni okkar fara í gegnum örugga vefgátt Valitor.  Kreditkortanúmer þitt og/eða persónulegar upplýsingar um þig verða okkur aldrei aðgengilegar. Þú getur verið viss um að allar greiðslur á netinu fyrir Óskaskrín séu áhættulausar.

Hvað tekur langan tíma að fá Óskaskrín afhent til mín?

Allar pantanir sem berast fyrir klukkan 11:00  á virkum dögum fara í póst samdægurs. Pantanir innan höfuðborgarsvæðisins eru afhentar samdægurs ef þær berast fyrir kl 12. Annars eru þær afhentar daginn eftir. Pantanir utan höfuðborgarsvæðisins eru sendar með Póstinum.

Er hægt að fá Óskaskrín sent beint til viðkomandi sem mig langar til að gefa það?

Já. Einnig er hægt að láta pakka því inn og láta senda með persónulega kveðju ef óskað er, gegn gjaldi. Pósturinn sér um alla póstflutninga og gilda tryggingaskilmálar þeirra um ábyrgð á sendingum. Eins er hægt að senda rafræn Óskaskrín beint á viðtakanda í sms skilaboðum og tölvupósti. 

Get ég skilað vörunni sem ég kaupi í netversluninni ?

Hægt er að skila vöru og fá endurgreidda innan 14 daga frá því að hún var keypt á netinu.

Ég er nú þegar búin að panta hjá þjónustuaðila til að innleysa Óskaskrín, en kemst ekki. Hvað á ég að gera?

Talaðu við þjónustuaðilann eins fljótt og auðið er til að finna nýjan tíma. Einnig er gott að spyrjast fyrir um kjör þjónustuaðila og aðstæður á þeim tíma sem bókað er.

Eru valkostirnir í Dekurskrínunum einnig fyrir karlmenn?

Já, allir pakkarnir okkar gilda bæði fyrir dömur og herra.

Er hægt að nota upphæð gjafakortsins upp í aðra vöru hjá þjónustuaðilum?

Það er ekki ætlast til að verðmæti gjafakortsins sé notað upp í aðra vöru hjá þjónustuaðilum en við mælum með að þú hafir samband við þjónustuaðila þar sem það er undir þeim komið.

Kosta Óskaskrínin alltaf það sama, fyrir hvert mismunandi skrín? (kostar Gourmet alltaf 16.900, sama hvaða veitingastaður er valinn?)

Já! Hvert Óskaskrín hefur fast verð og því getur þú valið eina upplifun úr handbókinni, hver sem hún er.

Get ég uppfært Óskaskrín sem ég á yfir í dýrara Óskaskrín?

Já!. Við skipti á vöru þarf hún að vera í upprunalegu ástandi í óopnuðum umbúðum. Þú getur skipt Óskaskríninu eða uppfært í verslunum Pennans Eymundsson eða með því að koma með það til okkar á Suðrlandsbraut 30, 4. hæð. Ef Óskaskrínið er ekki í upprunalegu ástandi er best að hafa samband á [email protected]

Hvað má ég velja margar upplifanir?

Þú velur þér eina upplifun úr handbókinni í Óskaskríninu þínu.

Af hverju bara eina?

Hvert Óskaskrín (gjafakort) er að andvirði einnar upplifunar í handbókinni. Þegar þú svo notar gjafakortið hjá þjónustuaðila þá afhendir þú það í upphafi heimsóknar.

Hver er upphæðin inni á gjafakortinu? Hvert er peningavirðið?

Það er engin upphæð inni á gjafakortinu heldur er kortið virði Óskaskrínsins sem keypt var og gildir það fyrir eina upplifun úr handbókinni hjá þeim þjónustuaðila sem þú velur þér.

Ég las á sölustað að gjafakortin væru ekki virkjuð fyrr en að morgni næsta virka dags eftir sölu, hvað þýðir það?

Hjá flestum söluaðilum eru Óskaskrínin virkjuð að morgni næsta virka dags eftir sölu. Það þýðir að ekki er hægt að nota gjafakortið samdægurs eða um sömu helgi og Óskaskrínið er keypt nema sérstaklega sé óskað eftir því. Ef á að nota gjafakortin samdægurs er að sjálfsögðu hægt að hafa samband við starfsfólk Óskaskríns á skrifstofutíma í síma 577 5600 eða með því að senda póst á [email protected].
 
Opnunartími Óskaskrín ehf 
Opið er fyrir síma 577 5600 alla daga virka daga.
Hægt er að nálgast keypt Óskaskrín milli kl. 9-15 alla virka daga á Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.
Shopping Cart