Opna - Velja - Njóta

Gildir fyrir

Hjónabað ásamt aðgangi að útipottum

Óskaskrín

Bjórböðin spa

 Bruggsmiðjan Kaldi hefur opnað bjórheilsulind sem er fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Bjórböðin voru opnuð 1. júní 2017 og hafa vakið gríðalega athygli og forvitni. Áætlað er að fólk liggi í kerinu í 20-25 mínútur og sturti ekki af sér fyrr en einhverjum klukkutímum seinna. Þessi meðferð er mjög hreinsandi fyrir húðina og hefur jákvæð áhrif á heilsuna. Öll kerin eru tveggja manna svo hægt er að fara einn eða tveir saman. Bjórdæla er við kerið og er bjórinn innifalinn á meðan baðinu stendur ásamt hvíldaraðstöðu og gufubaði. 

Töffari - 16.900 kr.

Upplifunin er hluti af Töffari Óskaskríninu

Magn
 

Áhugavert

Í bjórbaði liggur þú í stóru keri sem er fyllt er af bjór, vatni, humlum og geri. Það er gerið í bjórnum sem er mjög nærandi fyrir húð og hár og eru böðin helst hugsuð til heilsubóta.

Gott að vita

Á staðnum er veitingarstaður, þar er boðið upp á ýmisskonar létta rétti og bjórtengdan mat eins og til dæmis Kaldaborgara.

Hvar

Ægisgata 31

621 Dalvík / Árskógssandi

Hvenær

Vinsamlegast kynnið ykkur opnunartíma á heimasíðu

bjorbodin.is

Bókanir

bjorbodin@bjorbodin.is

bjorbodin.com

Sími : 414-2828