Opna - Velja - Njóta

Gildir fyrir
Trukkur ásamt kaffi eða djús fyrir tvo

Óskaskrín

Grái Kötturinn

Grái Kötturinn opnaði í október 1997. Veitingastaðurinn var sá fyrsti sinnar tegundar í Reykjavík, s.k. „American breakfast diner“.  Þar er enn að finna heimagerðar amerískar pönnukökur og nýbakað brauð - og svo má ekki gleyma því að við búum að 23 árum af beikon-steikingar-reynslu. Fastagestir okkar hafa í gegnum árin ekki enn valið sér uppáhalds rétt af matseðlinum, þeir eru svo jafngóðir en ætli Trukkurinn og Amerísku Pönnukökurnar tróni ekki á toppnum. Eitt er þó alveg öruggt; héðan fara allir saddir og sáttir.

Bröns fyrir tvo - 6.490 kr.

Upplifunin er hluti af Bröns fyrir tvo Óskaskríninu

Magn
 

Hvar

Grái Kötturinn
Hverfigata 16a,
101 Reykjavík

Sími: 551-1544
www.graikotturinn.is

Hvenær

Bröns er afgreiddur frá 8:30 til 14:00 alla daga vikunnar.

Bókanir

Óþarfi að bóka borð, bara mæta.

 

Gott að vita

Trukkurinn okkar inniheldur amerískar pönnukökur m/eggjum & beikoni, ásamt steiktum kartöflum, tómötum, ristuðu brauði, sírópi og smjöri ásamt kaffi fyrir tvo