Hótel Eskifjörður
Hótel Eskifjörður býður þig velkomin í hjarta austfjarða, Eskifjörð.
Hótel Eskifjörður er byggt á sterkum grunni sem hýsti áður útibú Landsbanka Íslands. Saga sem nær aftur til 1918 en byggingin er frá árinu 1968. Hótelið er í miðbæ Eskifjarðar með einstakt útsýni þar sem fegurð Hólmatindsins fær að njóta sín. Eskifjörður á sér merkilega sögu og í bænum og nærsveit er að finna söguspjöld sem gaman er að kynna sér. Einnig er fallegt Sjómannasafn og mörg eldri hús sem vert er að skoða.
Opna - Velja - Njóta
Gildir fyrir
Gistinótt fyrir tvo ásamt morgunverði
Áhugavert
Eitt skemmtilegasta skíðasvæði landsins, Skíðamiðstöðin Oddskarð eða austfirsku alparnir er á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.
Gott að vita
Mesta silfurbergsnáma hér á landi er á Helgustöðum við Eskifjörð. Silfurberg er sjaldgæft og er tært afbrigði af kristölluðum kalksteini.
Hvar
Strandgata 47, 735 Eskifjörður
Bókanir
Hvenær
Hótel Eskifjörður er opið allt árið.
Vefmiðlar