Hótel Eyvindará
Hótel Eyvindará er fjölskyldurekið og vinalegt hótel staðsett við þjóðveg 93 í aðeins 2 km fjarlægð frá Egilsstöðum og 4,5 km fjarlægð frá Egilsstaðaflugvelli.
Sólpallur er við aðalhúsið með fallegu útsýni yfir Egilsstaði og Hérað.
Opna - Velja - Njóta
Gildir fyrir
Tvær nætur í tveggja manna herbergi ásamt morgunverði
Áhugavert
Sundlaugin á Egilsstöðum er í 2,7 km fjarlægð og skíðasvæðið í Stafdal er í 15 km fjarlægð. Ófáar ógleymanlegar gönguleiðir eru í nágrenni hótelsins þar sem mikill gróður, tré og klettar setja svip á landslagið. Andrúmsloftið á hótelinu er vinalegt og yndislegt að láta líða úr sér í heitu pottunum eftir göngur dagsins.
Vefmiðlar