Hótel Hraunsnef
Það má segja að Hótel Hraunsnef sé eitt af best geymdu leyndarmálum Borgafjarðar. Dásamlegt lítið sveitahótel sem er staðsett á jörðinni Hraunsnefi. Á jörðinni er virkur smábúskapur og almenn sveitavinna er á svæðinu. Fallegt hótel með skemmtilegum veitingastað, úrvali gönguleiða og náttúrufegurð allt í kring. Á hótelinu eru 5 herbergi á fyrstu hæð og 10 á annari hæð. Einnig er hægt að bregða sér í heita pottinn sem staðsettur er í vari við bæjarlækinn. Kíktu til okkar við komum þér skemmtilega á óvart
Opna - Velja - Njóta
Gildir fyrir
Gistinótt fyrir tvo ásamt morgunverði.
Áhugavert
Gestum á hótelinu er boðið að taka þátt í að gefa dýrunum en á bænum eru kindur, kýr, svín, hestar, hænur, endur og hundar.
Gott að vita
Við bjóðum upp á 15 herbergi, 10 eru á annari hæð með glæsilegu útsýni og 5 á fyrstu hæð með smá sér palli einnig eru heitir pottar sem staðsettir eru í vari við bæjarlækinn.
Hvenær
Hótelið er opið allt árið en þetta Óskaskrín gildir ekki frá 1.maí-30.sept Tilgreinið númer Óskaskríns við pöntun
Hvar
Hótel Hraunsnef liggur við þjóðveg 1 u.þ.b 4 km norður af Bifröst og er í um 30 km fjarlægð frá Borgarnesi.
Bókanir
Hótel Hraunsnef Sími: 435 0111 hraunsnef@hraunsnef.is
Vefmiðlar