Hótel Keflavík
Hótel Keflavík er staðsett á besta stað í Keflavík með sjávarsíðuna á aðra höndina og miðbæinn á hina. Við bjóðum hlýleg og ríkulega búin herbergi og aðgang að öllu því sem hótelið hefur að bjóða. Þar á meðal er stór og fullbúin líkamsræktarstöð með gufu og ljósabekkjum, okkar margrómaða morgunverðarhlaðborð (opið daglega frá 5-10) og síðast en ekki síst glænýr KEF veitingastaður, bar og bistro.
Opna - Velja - Njóta
Tvær gistinætur fyrir tvo ásamt morgunverði
Áhugavert
Hótel Keflavík hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi, eða í meira en 30 ár. Hótelið hefur gengið í gegnum gagngerar endurbætur að innan sem utan á síðustu árum og er nú eitt glæsilegasta hótel landsins.
Gott að vita
Hótel Keflavík er umkringt einstökum náttúruperlum í allar áttir og margir áhugaverðir staðir í minna en 30 min. fjarlægð frá hótelinu. Mörg skemmtileg söfn og gallerí er einnig að finna í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum sem vert er að heimsækja.
Gestir hafa einnig aðgang að 500 m2 líkamsræktarstöð ásamt gufubaði og ljósabekkjum
Hvar
Vatnsnesvegi 12 - 14, 230 Reykjanesbæ.
Hvenær
Hótel Keflavík er opið allt árið
Vefmiðlar