Hótel Laki
Á Hótel Laka verður dekrað við ykkur í einu og öllu. Auk fyrsta flokks þjónustu og notalegra herbergja bjóðum við gestum okkar að reyna fyrir sér í veiði eða fara í gönguferð í faðmi sunnlenskra jökla. Margar þekktustu náttúruperlur landsins eru í nágrenninu, m.a. þjóðgarðurinn í Skaftafelli, Jökulsárlón, Ingólfshöfði og Laki. Við túnfótinn eru einnig merkar náttúruperlur eins og Landbrotshólar sem mynduðust fyrir sjö þúsund árum, Tröllshylur sem er forn farvegur Skaftár og Fjaðrárgljúfur sem liggur við slóðina inn að Laka.
Opna - Velja - Njóta
Gildir fyrir:
Gisting fyrir tvo í eina nótt með kvöldverði og morgunverði.
Áhugavert
Takið með ykkur veiðistangirnar, því við bjóðum upp á bleikjuveiði í Víkurflóði!
Hvar
Hótel Laki er að Efri Vík, 5 km sunnan við Kirkjubæjarklaustur. S. 412 4600
Hvenær
Opið allt árið
Vefmiðlar