Hótel Leirubakki

  • Hótel Leirubakki

Hótel Leirubakki er nýtt hótel, sem byggir á áralangri hefð ferðaþjónustu á Leirubakka, en tugþúsundir manna koma á staðinn árlega. Við leggjum áherslu á góða og persónulega þjónustu og kappkostum að mæta kröfum hvers og eins. Gist er í rúmgóðum 2ja manna herbergjum með baði. Mjög falleg og hlýleg setustofa er í hótelinu og heitir pottar við húsvegginn, auk þess sem saunabað og stærri laug, Víkingalaugin, standa gestumtil boða. Veitingahúsið í sal Heklusetursins er í hæsta gæðaflokki og þar fer saman glæsilegur salur og frábært útsýni þar sem Hekla og Búrfell blasir við augum.Heklusýningin, margmiðlunarsýni
um eldfjallið fræga er einnig í Heklusetrinu.
Til baka

Opna - Velja - Njóta

Gildir fyrir

Gistingu, tveggja rétta kvöldverður og morgunverði fyrir tvo.

Rómantík - 34.900 kr.

Upplifunin er hluti af Rómantík Óskaskríninu

Áhugavert

Óvíða á Íslandi getur að líta glæsilegri norðurljósasýn en á Leirubakka, þar sem ótrúlega stórar og litbrigðaríkar bylgjur norðurljósa lýsa upp himininn á köldum og björtum vetrarkvöldum.

Gott að vita

Það er stundum annasamt hjá okkur svo að ráðlegt er að panta með góðum fyrirvara.

Hvar

Leirubakki er í aðeins 100 km fjarlægð frá Reykjavík á góðum, malbikuðum vegi alla leið. Staðurinn er miðsvæðis á Suðurlandi og flestir sögustaðir og náttúruperlur þessa landshluta eru í innan við klukkustundar akstursfjarlægð fr

Hvenær

Hótel Leirubakki er opið allt árið.

Bókanir

Hótel Leirubakki Sími: 487 8700 / 893 5046 bookings@leirubakki.is

leirubakki.is