Hótel Örk
Hótel Örk í Hveragerði hefur löngum verið talið með glæsilegustu hótelum landsins og varla hægt að komast hjá því að taka eftir því þegar keyrt er hjá, svo tignarleg er bygging þess. Hótelið er þekkt fyrir falleg herbergi og dásamlegan mat á HVER Restaurant sem er nýr veitingastaður á hótelinu.. Á hótelinu er boðið upp á ýmsa afþreyingu eins og níu holu golfvöll og sundlaug, ásamt heitum pottum og gufu sem upplagt er að skella sér í eftir daginn og njóta þess að láta þreytuna líða úr sér.
Opna - Velja - Njóta
Gildir fyrir
Gistinótt fyrir tvo í standard herbergi ásamt morgunverði.
Áhugavert
Hótelið er staðsett í dásamlegu umhverfi, þar sem auðvelt er að finna skemmtilegar gönguleiðir eða rölta um blómabæinn og skoða fallega garða, en Hveragerði hefur löngum verið þekkt fyrir mikla garðyrkju iðkun.
Gott að vita
Hótelið bíður upp á alla aðtöðu til veisluhalda og er starfsfólk okkar ávalt reiðubúið til þess að aðstoða þig við að skipuleggja hvort sem er ráðstefnur eða veislur
Hvar
Hótel Örk er staðsett við Breiðumörk 1c í Hveragerði, heilsuborg Íslands í aðeins 45. km. fjarlægð frá Reykjavík
Hvenær
Hótel Örk er opið allt árið.
Vefmiðlar