Hótel Tindastóll
Njótið rómantískrar dvalar á einu elsta hóteli landsins, Hótel Tindastóli (síðan 1884). Þar sem andi liðinna tíma svífur yfir vötnum. Hótelið var tekið til gagngerar endurgerðar árið 2000 og er þar nú 10 herbergi með baði í gömlum og rómatískum stíl með öllum nútíma þægindum, sjónvarpi, interneti og síma. Í hótelgarðinum er hlaðin laug þar sem hótelgestir geta átt notalega stund í kvöldkyrrðinni. Hvað er betra en að skreppa á skíðasvæðið í Tindastól, fara í rómantíska göngu eftir fjörunni og njóta alls þess sem Skagafjörður hefur upp á
að bjóða í afþreyingu, mat eða drykk.
Opna - Velja - Njóta
Gildir fyrir
Gisting, þriggja rétta kvöldverður á veitingastaðnum Ólafshúsi (vín ekki innifalið) og morgunverður fyrir tvo.
Áhugavert
Sauðárkrókur hefur upp á margt að bjóða fyrir rómantískar sálir. Hægt er að ganga niður í fjöru eða upp á Nafir og njóta víðáttumikils útsýnis yfir fjörðinn. Hér er einnig 9 holu golfvöllur, kaffihús, Gestastofa sútarans með
Gott að vita
Hótel Tindastóll er 3ja stjörnu hótel og hafa gestir hótelsins aðgang að heitri laug sem er staðsett í bakgarðinum. Veitingastaðir bæjarins eru aðeins í 100 m fjarlægð frá hótelinu
Hvar
Í gamla bænum á Sauðárkróki í næstu götu fyrir ofan aðalgötuna.
Hvenær
Hótel Tindastóll er opið allt árið. Munið að panta með fyrirvara.
Bókanir
Hótel Tindastóll - Sauðárkróki Sími: 453 5002 info@arctichotels.is
Vefmiðlar