Humarhúsið
Humarhúsið er glæsilegur veitingastaður í hjarta Reykjavíkur með matargerðarlist og ferskleika í fyrirrúmi. Humarhúsið hefur skapað sér orð sem einn vinsælasti veitingastaður landsins. Eins og nafn veitingastaðarins ber með sér eru humarréttir aðalsmerki staðsins. Þrátt fyrir það er matseðill Humarhússins mjög fjölbreyttur og er hægt að velja á milli fjölda bragðgóðra sjávar-, grænmetis-, og kjötrétta.
Opna - Velja - Njóta
Gildir fyrir
Haf og Hagi (Surf n´ Turf) veislu fyrir tvo. Humarsúpa, Naut og Maine humar, ásamt ljúffengri súkkulaðiköku
Áhugavert
HUMARHÚSIÐ var reist árið 1838 af Stefáni Gunnlaugssyni, land- og bæjarfógeta og er staðsett á Bernhöftstorfu í miðbæ Reykjavíkur. Húsið hýsti fræg íslensk skáld eins og Hannes Hafstein og Stefán Thorarensen. Seinna var húsinu bjargað af hippum en rífa átti bygginguna niður og reisa húsnæði fyrir skrifstofur. Húsinu hefur verið haldið í upphaflegu útliti sem gefur veitingastaðnum þægilegan og rómantískan svip.
Hvar
Humarhúsið
Amtmannsstíg 1
101 Reykjavík
Sími: 561 3303
Hvenær
Opið er frá kl. 17-21
Miðvikudag til Laugardag
Bókanir
Borðapantanir í síma 561-3303
bookings@humarhusid.is
eða á www.humarhusid.is
Vefmiðlar