ICELANDAIR HÓTEL HAMAR

  • ICELANDAIR HÓTEL HAMAR

 Icelandair Hótel Hamar er nýlegt og glæsilegt hótel á rólegum stað, rétt utan við Borgarnes. Hér er hægt að njóta kyrrðarinnar í sveitinni en öll þjónusta er þó innan seilingar - auk 18 holu golfvallar á hlaðinu! Útsýnið er stórbrotið og veitingastaður hótelsins hefur getið sér gott orð fyrir frábæran mat og faglega þjónustu. Öll herbergi á Hamri eru með þráðlaust net og hita í gólfum, auk þess að vera með eigin útgang út í hótelgarðinn þar sem hægt er að slaka á í heitu pottunum.
Til baka

Opna - Velja - Njóta

Gildir fyrir

Tvær gistinætur ásamt morgunverði fyrir tvo

Góða Helgi - 34.900 kr.

Upplifunin er hluti af Góða Helgi Óskaskríninu

Áhugavert

Það er tilvalið að koma blóðinu á hreyfingu með göngutúr á Hafnarfjall, heimsækja Deildartunguhver eða taka hring á einum besta golfvelli utan Reykjavíkur. Eftir daginn er svo ljúft að slaka á saman í einum af heitu pottum okkar.

Gott að vita

Grænmetið á veitingastaðnum er að mestu ræktað á staðnum - og sumir vinsælustu drykkirnir á barnum framleiddir í víngerðinni handan götunnar!

Hvar

Hótelið stendur á 18 holu golfvelli við Borgarnes.

Hvenær

Icelandair Hótel Hamar er opið allt árið. Munið að panta með fyrirvara. Tilgreinið Óskaskrínskort við bókun.

Bókanir

Icelandair Hótel Hamar

310 Borgarnes

Sími: 444 4000

hamar@icehotels.is