Icelandair Hótel Hamar
Icelandair Hótel Hamar er nýlegt og glæsilegt hótel á rólegum stað, rétt utan við Borgarnes. Hér er hægt að njóta kyrrðarinnar í sveitinni en öll þjónusta er þó innan seilingar - auk 18 holu golfvallar á hlaðinu! Útsýnið er stórbrotið og veitingastaður hótelsins hefur getið sér gott orð fyrir frábæran mat og faglega þjónustu. Öll herbergi á Hamri eru með þráðlaust net og hita í gólfum, auk þess að vera með eigin útgang út í hótelgarðinn þar sem hægt er að slaka á í heitu pottunum.
Opna - Velja - Njóta
Gildir fyrir
Tvær gistinætur ásamt morgunverði fyrir tvo
Áhugavert
Það er tilvalið að koma blóðinu á hreyfingu með göngutúr á Hafnarfjall, heimsækja Deildartunguhver eða taka hring á einum besta golfvelli utan Reykjavíkur. Eftir daginn er svo ljúft að slaka á saman í einum af heitu pottum okkar.
Gott að vita
Grænmetið á veitingastaðnum er að mestu ræktað á staðnum - og sumir vinsælustu drykkirnir á barnum framleiddir í víngerðinni handan götunnar!
Hvar
Hótelið stendur á 18 holu golfvelli við Borgarnes.
Hvenær
Icelandair Hótel Hamar er opið allt árið. Munið að panta með fyrirvara. Tilgreinið Óskaskrínskort við bókun.
Óskaskrín er ekki hægt að nota hjá Hótel Hamar frá 1.júní - 31.ágúst.
Bókanir
Icelandair Hótel Hamar
310 Borgarnes
Sími: 444 4000
hamar@icehotels.is
Vefmiðlar